Um Fánasmiðjuna

Fánar af ýmsum tegundum Aðal framleiðsluvara okkar eru fyrirtækjafánar af öllum stærðum og gerðum. Að auki framleiðum við silkiprentaðar fatamerkingar, útskorna límstafi og logo, ýmsar gerðir af veifum og borðum. Við státum af góðu úrvali af fatnaði og merkjum lítil upplög á einum til tveimur dögum. Undanfarin tvö ár höfum við verið að bæta við okkur vöruflokkum í smávöru og nú merkjum við boli, buff, sundpoka, svuntur, könnur, sængurföt og ýmislegt fleira sniðugt í gjafir. Þessar vörur er nú hægt að nálgast í vefverslun okkar.

Rekstrarstjóri er Örn Smári Gíslason.