Fatamerkingar

Hjá okkur færðu flotta boli í mörgum litum og við merkjum þá eftir þinni hugmynd.
Hér fyrir neðan sérðu hvaða litir eru í boði hjá okkur:

Fatamerkingar Fatamerkingar

Þessar mynd er af bol með endurskinsmerkingu (tekin í myrkri)

Nú er ekki lengur dýrt að merkja eina flík eða fáar, þú getur jafnvel sent okkur þína eigin hönnun og við setjum á flíkur.

Verðdæmi:
Útskorin filma með hitalími (pressuð á flík)  Frábært þvottaþol, fæst í gulli, silfri, glimmer og öllum helstu litum.

  • Brjóstmerki (B:10cm H:2cm) kr. 600
  • Brjóstmerki (H:10cm H:10) kr.1200
  • Bakmerki (B:25cm H:10cm) kr. 1300
  • Bakmerki (b:25cm h:21cm) kr. 1900

Til þess að merkja stærri upplög af fatnaði er hagkvæmt að nota silkiprentaðar fatamerkingar en það er dýrara fyrir fáar flíkur.

Fáið allar nánari upplýsingar hjá sölufólki okkar, um hvaða merkingar henta þér best. 

Merktir sundpokar eru vinsæl og ódýr gjöf, tilvalið fyrir krakka á grunnskólaaldri að eiga merktan poka.
Sérmerktur poki kostar frá kr. 2.500

Silkiprentaðar fatamerkingar:

  • Silkiprentuð transfer sem eru pressuð á flík gefa bestu gæðin og mesta þvottaþolið.

Prentaðar fatamerkingar:

  • Á hvíta boli er hægt að hitapressa myndir beint á og losna þannig við filmu húð, en á dekkri boli er hægt að prenta mynd á hvíta filmu og hitapressa hana svo á fatnað.

Útskornar fatamerkingar:

  • Útskorin poliflex filma sem síðan er pressuð á flík, hentar vel í lítil upplög og einfaldar merkingar. Sterkir og flottir litir, gott þvottaþol. Mikið notað til merkinga á íþróttabúningum og vinnufatnaði.
  • fæst í mörgum litum ásamt gulli og silfri.

Sendu okkur logo, mynd eða merki sem þú vilt fá þinn fatnað. Skjalið verður að vera vectorskjal (línuteikning) ef á að skera það í filmu, en pdf ef um myndaprentun er að ræða..

VEFVERSLUN