Bruninn upplýstur

Bruninn upplýstur

skrifað 15. mar 2013
byrjar 06. mar 2013
 
Bruninn skrifstofa

– Bruninn er loks upplýstur eftir langa bið

Það er mikill léttir að vita það nú að bruninn í Fánasmiðjunni sé upplýstur, en í sömu andrá er það skelfilegt að vita til þess að þetta sé af mannavöldum, en eins og komið hefur fram hjá rannsóknarlögreglunni þá er karlmaður á þrítugsaldri búinn að viðurkenna að vera valdur að eldsvoðanum. Ekki er búið að opinbera hvaða einstaklingur var hér á ferð, enda á þetta eftir að fara í gegnum dómskerfið, og þá fær hann þá refsingu sem lög leifa. Fyrir okkur eigendur hússins og Fánasmiðjunnar er sérstaklega ánægjulegt að losna undan þeim grun sem óneytanlega vaknar hjá utanaðkomandi, um að aðstandendur hafi kveikt í viljandi til að fá tryggingarbætur eða eitthvað þvíumlíkt, en reyndin var sú að við urðum fyrir fleiri miljóna króna skaða umfram það sem fékkst út úr tryggingum og sjáum við ekki fram á að ná þeim skaða upp á gerandanum. Einnig má geta þess að frétta flutningur í upphafi var á þann vegin að kviknað hafi í út frá rafmagni, ekki vitum við hvaðan þær getgátur komu, því engar forsendur voru fyrir því, og þar sem það er rafmagnsfyrirtæki „Rafskaut ehf“ sem á húsnæðið og meirihlutann í Fánasmiðjunni var þetta hvimleitt að sitja undir þessu, og ekki var hægt að fá leiðréttingu á þessum fréttaflutningi þar sem engin yfirlýsing frá opinberum aðilum lá fyrir, en það lá nær strax ljóst fyrir að um íkveikju var að ræða. Það var ófögur sjón sem blasti við starfsmönnum þegar þeir mættu til vinnu eins og sést á meðfylgjandi myndum.

ófögur aðkoma á skrifstofunni ófögur aðkoma á skrifstofunni

En nú er þetta að baki og við horfum björtum augum á framtíðina enda búið að endurnýja húsnæðið og þau tæki sem skemmdust og erum við nú mun betur í stakk búnir til að takast á við flóknari og meyra krefjandi verkefni.

Saumað íslenska fánann á fullu Saumað íslenska fánann á fullu Afgreiðslan björt og góð Afgreiðslan björt og góð